Hvað er furry?

Orðið “furry” kemur beint úr enskunni og þýðir einfaldlega að vera þakið feldi, en þegar það er notað sem nafnorð þá vísar það í einhvern sem hefur áhuga á dýrum með mannlega eiginleika. Í flestum tilfellum hefur fólk með þetta áhugamál einnig skapað sér sína eigin persónu eftir þeirri fyrirmynd.

Furry fyrirmyndir

Hægt væri að segja að allar persónur sem eru dýr með mannlega eiginleika (e. anthropomorphic) geti talist sem furry fyrirmynd, hvort sem það séu venjuleg dýr sem geta talað eða ganga á tveimur fótum og klæðast fötum. Þetta er hægt að finna í myndlist, bíómyndum, teiknimyndum, tölvuleikjum, bókmenntum og öðrum sviðum.

 • Ýmsar Bíómyndir og Teiknimyndir
  • Zootopia, The Secret life of Pets, Finding Nemo, The Lion King…
  • Mikki mús, Tom & Jerry, Hvolpasveitin…
  • flest allt frá Disney kemur til greina
 • Ýmsir tölvuleikir
  • Sonic the hedgehog, Spyro the dragon, Donkey kong, Ratchet and Clank, Okami…
 • Ýmsar Bókmenntir og Teiknimyndasögur
  • Andrés önd
 • Ýmis leikrit
  • Brúðubílinn, Dýrin í hálsaskógi…

Fordómar?

Allt sem almenningur telur óvenjulegt á það til að mæta fordómum, alveg óháð hverju það tengist. Fyrst að ‘furry’ tengist allra helst dýrslegu útliti, þá getur það blandast inn í ýmis önnur áhugamál án þess að vera beintengt.

Mikið af fordómum sem tengjast ‘furry’ má rekja til ásakana um að þetta áhugamál sé kynferðislegt í eðli, sem er ekki rétt. Sem dæmi má nefna að ef fólk hefur áhuga á að klæðast í fótboltatengdu þema í ástarlífinu, þá þýðir það ekki að fótbolti sé almennt kynferðislegt áhugamál.