Hvað er furry?

Orðið “furry” kemur beint úr enskunni og þýðir einfaldlega að vera þakið feldi, en þegar það er notað sem nafnorð þá vísar það í einhvern sem hefur áhuga á dýrum með mannlega eiginleika. Í flestum tilfellum hefur fólk með þetta áhugamál einnig skapað sér sína eigin persónu eftir þeirri fyrirmynd.

Furry fyrirmyndir

Hægt væri að segja að allar persónur sem eru dýr með mannlega eiginleika (e. anthropomorphic) geti talist sem furry fyrirmynd, hvort sem það séu venjuleg dýr sem geta talað eða séu farin að ganga á tveimur fótum og klæðast fötum. Þetta er hægt að finna í myndlist, bíómyndum, teiknimyndum, tölvuleikjum, bókmenntum og öðrum sviðum.

  • Flest allt frá Disney kemur til greina
  • Ýmsir tölvuleikir (sonic the hedgehog, spyro the dragon, donkey kong… )
  • Ýmsar Bókmenntir