Við biðjum ykkur velkomin!

Helsti tilgangur þessarar síðu er að vera einskonar upplýsingarveita um áhugamálið á Íslensku. Við erum ekki samtök eða neitt þess háttar, bara einfaldur áhugahópur sem þarf stundum að útskýra hvað í því fellst. Almenningur hefur alltaf haft mjög skiptar skoðanir á þessu áhugasviði vegna þess hversu áberandi það getur verið og sérkennilegt í augum annara.

Hvort sem þið eruð áhugasöm eða einfaldlega forvitin um þetta áhugamál, þá vonum við að þið finnið svörin sem þið leitið að hérna og jafnvel félagskap á meðal okkar.

Ný vefsíða

Við erum í því að gera nýja vefsíðu frá grunni vegna þess að öll gögn á gagnagrunni töpuðust á meðan við vorum að undirbúa nýtt spjallborð fyrir hópinn. Þess vegna erum við einnig í því að endurskrifa upplýsingarnar sem áður voru í boði.