Út á hvað gengur þetta furry dæmi?

Þetta einfaldega áhugamál sem snýst um dýr og hluti sem hafa verið gædd mannlegum eiginleikum. Hvort sem það eru raunveruleg dýr sem geta talað eða fólk með eiginleika dýra.

Dýr sem hafa fengið mennska eiginleika

Þetta áhugamál byggist ofan á þessu umfangsefni. Öll höfum við kynnst þessu ýmist í gegnum teiknimyndir, bíómyndir, bækur eða tölvuleiki

List og Sköpunargleði

Innan þessa áhugamáls er margt um fólk sem hefur mikla sköpunargáfu og öflugt ímyndunarafl. Fólk sem nýtur þess að skapa og sjá listaverk.

Sjálfsímynd

Það er vissulega hægt að segja að þetta áhugamál hefur getað hjálpað mörgum að vinna sig í gegnum feimni og félagsfælni með því að tjá sig gegnum persónur sem þau hafa byggt á dýrum.