Ný spjallborðs útgáfa og uppfærslur

Tilkynningar um hvað er í gangi hjá IcelandFurs
Mynd notanda
MyraMidnight
Vefstjóri
Innlegg: 72
Skráning: 21 Apr 2014, 11:56
Tegund: Dreki (otherkin)
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Ný spjallborðs útgáfa og uppfærslur

Sendaeftir MyraMidnight » 18 Okt 2015, 13:24

Eins og sumir hafa tekið eftir (eða alls ekki) þá höfum við uppfært spjallborðið okkar úr 3.0 yfir í 3.1

Það leiddi til þess að uppfæra þarf Íslenska tungumála pakkan (sem ég hef gert frá grunni handa okkur) og er ennþá að vinna í því. Ef þið takið eftir einhverju sem þið viljið þýtt sem fyrst eða takið eftir augljósum villum þá endilega segja mér hvað það er og hvar það birtist.

Og síðan er ég að vinna í því að sérsníða litina á dekkri útgáfu af þemanu okkar (bjart verður default, en þið getið fundið stillingar á stjórnborðinu ykkar). Þið getið notað dekkra þemað þrátt fyrir að allir litir eru ekki ennþá eins og ég vil hafa þá (það tekur smá tíma að fara í gegnum það, sérstaklega vegna þess hvernig phpbb3.1 kóðar hlutina).

Smá-Spjallið (mChat) okkar virkar, en ég á það til að hreinsa út af því skilaboðin vegna þess að ég er ennþá að vinna í því að láta það virka almennilega (litlir hlutir eins og t.d. þýðingar og stillingar). Ef þið hafið einhvað að segja í samband við þessa uppfærslu okkar þá endilega skrifa það hér á þráðinn svo það hverfi ekki óvart þegar ég er að fikta við smáspjallið .
Mynd notanda
MyraMidnight
Vefstjóri
Innlegg: 72
Skráning: 21 Apr 2014, 11:56
Tegund: Dreki (otherkin)
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Re: Ný spjallborðs útgáfa og uppfærslur

Sendaeftir MyraMidnight » 18 Okt 2015, 18:10

Það er hægt að nota Gravatar á síðunni ef þið hafið það og ég hef hækkað mynda takmörkin upp í 200x200 pixlar
Mynd notanda
MyraMidnight
Vefstjóri
Innlegg: 72
Skráning: 21 Apr 2014, 11:56
Tegund: Dreki (otherkin)
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Re: Ný spjallborðs útgáfa og uppfærslur

Sendaeftir MyraMidnight » 18 Okt 2015, 22:48

Ég fann þessa sniðugu síðu sem leyfir manni auðveldlega að velja liti á þemað, gæti verið sniðugt til að búa til grunninn að nýja dökka þemanu okkar, en þetta er samt frekar gróflegt (maður þyrfti að pota síðan í það örlítið).

Colorize Elegance

Ef einhverjum leiðist þá geta þau búið til sérsniðið litaþema þarna, og síðan sýnt okkur hérna með því að velja "bookmark" linkinn og copy-paste BBkóðann þar.

Fara aftur til

Hverjir eru tengdir

Notendur á þessu spjallsvæði: 1 og 0 gestir