Hvað er Furry-fyrirbærið?

Fólki finnst svo auðvelt að gera grín af því sem það skilur ekki, jafnvel niðurlægja og leggja í einelti.

Þetta er ekkert nýtt á nálinni, en með tilkomu heimsvefsins þá hefur það blómstrað og finnst víða. Flestir væru sammála að undirstaðan að þessu áhugamáli eru persónugerfingar dýra og hlutverkaleikir sem dýrslegar persónur. Persónugerfingar (anthropomorphic characters) eru svo algengir að líklegt er að einhverjir af þínum uppáhalds teiknimyndum/bíómyndum/leikjum innihalda einhverja svona persónugerfinga, og sjaldan hugsaru “þetta er furry” þegar þú sérð það.

Hér eru örfá dæmi:

  • My Little Pony, margt frá Dreamworks (Kung fu Panda, Madagaskar) og Warner Bros (Loony Toons, Happyfeet), flest á Cartoon Network, og nánast allt frá Disney …
  • Who framed Roger Rabbit, The island of dr. Moreau, Alice in Wonderland, Star Wars, An American Tail
  • Sonic the Hedgehog, Ratchet & Clank, Jak & Daxter, Animal Crossing, Okami, Pokemon…

Flestir búa sér til persónur byggðar á sínum uppáhalds dýrum/leikjum/myndum og þessar persónur eða hliðarsjálf hafa oft annan persónuleika á einhvern hátt eða algjörlega, jafnvel af gagnstæðu kyni. Fólk fer oft í einhvern hlutverkaleik (roleplay) til að leika persónurnar, sérstaklega þegar það hefur búninga við höndina. Fyrir suma er þetta jafnvel einskonar sálræn meðferð til að finna félagskap og bæta sjálfstraust vegna þess að það er ekki óalgengt að þeir sem finna sig í furry-samfélaginu séu utangarðs í daglegu lífi.

Endilega horfið á þessa litlu heimildarmynd um Furry

Er þetta virkilega svo saklaust áhugamál?

Algjörlega. Kjarni furry-samfélagsins snýst um listræna hæfileika og listaunnendur. Fólki finnst einstaklega gaman að sjá persónurnar sínar koma til lífs í myndum og safna oft þannig myndum. Ein stærstu listaverkin eru svo heilu búningarnir sem fólk hefur af persónunum sínum. Í raun er mikill minnihluti af furry-samfélaginu sem eiga svoleiðis búninga vegna kostnaðar, en þeir verða sjálfkrafa andlit samfélagsins og njóta mikillar aðdáunnar meðal annara meðlima.

Í heldina þá finnur þú varla opnari eða vinalegri hóp af fólki. En eins og í öllum öðrum samfélögum þá er til fólk sem gerir ósæmilega hluti og skaðar ímynd hópsins í heild og skemma fyrir öðrum sem vilja hafa gaman. Ekki fjarri því hvernig sumt fólk heldur að allir barnvænir karlmenn séu barnaníðingar, margir halda að allir furry séu einhverir perrar.

Hvað með kynferðislegu myndirnar á netinu?

Það sem fólk virðist ekki átta sig á er að stór hluti furry-samfélagsins eru unglingar og ungt fólk svo það er meira tengt kynþroskaskeiði og sjálfs-uppgötvun þeirra frekar en furry-samfélaginu sérstaklega. Þess vegna er alltaf hægt að finna einhverja kynferðislega útfærslu í hvaða áhugamáls-samfélagi sem er ef þú leitar að því. Flestar vefsíðurnar sem innihalda þannig myndlist hafa aldurstakmörk og/eða mynda-filtera sem takmarkar hvað fólk sér af því umfangsefni.

Furry-fyrirbærið er í rauninni að gefa fólki dýrslega eiginleika og breytir þannig bara útliti fólks. Það er ekki að furry sé neinn “fetish” eins og sumir vilja láta fólk trúa, heldur er fólk að koma með sín áhugamál í furry-klæðum og verður þar af leiðandi meira áberandi vegna þess að furry-samfélagið er mjög myndrænt.

Það er sannalega ákveðið frelsi í því að geta uppgötvað sjálfan sig í gegnum svona persónur, þess vegna er ekki óalgengt að þessar hliðar-sjálf fólksins hafi aðra kynhneigð en þau telja sig vera í raun. Þetta frelsi er mikill grunnur að fordómum og einelti þar sem margir í heiminum eru ennþá óöruggir í kringum samkynhneigð og allt sem telst öðruvísi.